Sjáðu sæta naflann minn fjallar um angist unglinga og tilfinningalífið sem fylgir jafnan kynþroskanum. Við fylgjumst með hinum 15 ára gamla Klás, sem er á leið í skólaferðalag á eyðibýli í Svíþjóð. Lena, sem hann hefur verið nokkuð hrifinn af, er líka að fara með. Þau njóta dvalarinnar í ferðalaginu á allt annan hátt en allir aðrir. Saman upplifa þau fyrstu ástina og allar þær stóru tilfinningar sem fylgja með.
Sjáðu sæta naflann minn er fyrsta bókin af þremur um Klás og Lenu. Bókin hefur náð gríðarlegum vinsældum í Danmörku og gerð varð kvikmynd eftir henni. Hans Hansen (f. 1939) er danskur rithöfundur og fyrrverandi kvikmyndaráðgjafi. Hann hefur skrifað fleiri en 50 barna- og unglingabækur sem hafa margar orðið gífurlega vinsælar og verið þýddar um allan heim.
Vi er endnu ikke stødt på en boganmeldelse af 'Sjáðu sæta naflann minn' i de 511 aviser, blogs og andre medier, vi har fulgt siden 2010. Men vi har fundet 100.891 andre anmeldelser af bøger.